- Advertisement -

Útvarpsgjaldið verði hið minnsta sýnilegt

Rík­is­út­varpið fær um fjóra millj­arða króna á ári í út­varps­gjald frá skatt­greiðend­um og rúma tvo millj­arða í aug­lýs­inga­tekj­ur.

„Við get­um haft ólík­ar skoðanir á því hvort ríkið eigi að reka fjöl­miðil eða ekki. En það væri í það minnsta eðli­legt að gera út­varps­gjaldið gegn­særra og inn­heimta það með öðrum hætti. Það væri til dæm­is hægt að gera með sam­bæri­leg­um hætti og inn­heimtu bif­reiðagjalda, hvort sem það væri gert einu sinni, tvisvar eða oft­ar á ári til að dreifa greiðsl­un­um. Skatt­heimta á ekki að vera þægi­leg fyr­ir ríkið eða aðra og það er eðli­legt að hún sé með gegn­sæj­um hætti.“

Það er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem skrifar svo í nýrri Moggagrein.

„Það er eðli­legt að fram fari umræða um stöðu fjöl­miðla hér á landi enda er staða sjálf­stæðra fjöl­miðla í mörg­um til­vik­um slæm,“ skrifar hún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef við gef­um okk­ur hjón með ung­ling í fram­halds­skóla greiðir heim­ilið 52.500 kr. á ári í út­varps­gjald.

„Erfitt rekstr­ar­um­hverfi annarra fjöl­miðla or­sak­ast að hluta vegna erfiðrar sam­keppn­is­stöðu við fyr­ir­tæki í eigu rík­is­ins. Rík­is­út­varpið fær um fjóra millj­arða króna á ári í út­varps­gjald frá skatt­greiðend­um og rúma tvo millj­arða í aug­lýs­inga­tekj­ur. For­skotið er mikið á markaði þar sem frjáls­ir fjöl­miðlar keppa að stór­um hluta til um sömu aug­lýs­inga­tekj­urn­ar við rík­is­fjöl­miðil­inn.“

„Frjáls­ir fjöl­miðlar eru grund­völl­ur fjöl­breyttr­ar og gagn­rýn­inn­ar umræðu í sam­fé­lag­inu. Þeir eru vett­vang­ur skoðana­skipta, miðlun­ar upp­lýs­inga og fjöl­breytt flóra ís­lenskra fjöl­miðla sinn­ir einnig því mik­il­væga hlut­verk að vernda ís­lenska tungu. Allt eru þetta mik­il­væg­ir þætt­ir,“ bætir hún við.

Aftur að útvarpsgjaldinu í grein Áslaugar Örnu: „Útvarps­gjaldið er þó hvergi að finna sem út­gjaldalið í heim­il­is­bók­hald­inu. Það er inn­heimt í gegn­um nefskatt og í flest­um til­vik­um á sér stað nokk­urs kon­ar skuldajöfnun við ríkið við birt­ingu álagn­ing­ar­seðla. Útvarps­gjaldið er nú 17.500 kr. á ári og það greiða all­ir ein­stak­ling­ar yfir 16 ára aldri auk þess sem öll fyr­ir­tæki þurfa að greiða út­varps­gjald. Ef við gef­um okk­ur hjón með ung­ling í fram­halds­skóla greiðir heim­ilið 52.500 kr. á ári í út­varps­gjald.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: