Þessi frétt Moggans minnir okkur á hversu stutt er frá stjórnarflokkunum að Ríkisútvarpinu:
„Alþingi hefur kjörið níu menn og jafnmarga varamenn í stjórn Ríkisútvarpsins ohf., til eins árs, samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið. Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa átti lýsti forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, þá rétt kjörna.
Stjórn Rúv. skiptir sjálf með sér verkum, en gert er ráð fyrir því að Jóhanna Hreiðarsdóttir verði áfram formaður hennar.
Aðalmenn voru kjörnir þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Ólafsson, Brynjólfur Stefánsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Guðlaugur G. Sverrisson, Mörður Árnason, Mörður Áslaugarson og Björn Gunnar Ólafsson.
Þær breytingar urðu á stjórninni að Ragnheiður Elín kom inn í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur fyrir Sjálfstæðisflokk, Marta Guðrún í stað Elísabetar Indru Ragnarsdóttur fyrir vinstri græn og Mörður Áslaugarson í stað Láru Hönnu Einarsdóttur fyrir Pírata. Þá tilnefna starfsmannasamtök Rúv. einn mann í stjórn án atkvæðisréttar.“
Það er eflaust ekki andskotalaust, fyrir starfsmenn RÚV, að búa við eins rammpólitíska stjórn og raun er á.