Útleysingar frá álverinu í Straumsvík veldur rafmagnsleysi á Austurlandi
Í tilkynningu frá Rarik er það vegna útleysingar frá álverinu í Straumsvík
Rafmagn fór af hluta Austurlands og Kirkjubæjarklaustri upp úr klukkan sjö í morgun. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Rarik er það vegna útleysingar frá álverinu í Straumsvík. Landsnet vinnur að því að koma rafmagni aftur á kerfið.
Rafmagnslaust er á Kirkjubæjarklaustri, Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum, Austfjörðum og nágrenni. Unnið er að uppbyggingu flutningskerfisins og greiningu á orsökum truflunar.
Komin er spenna á mestan hluta flutningskerfis Landsnets og er komin spenna á alla þéttbýlisstaði nema Vopnafjörð, en þar er keyrt á varaafli. Jarðstrengurinn Stuðlalína 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Stuðla í Reyðarfirði er bilaður og fá raforkunotendur á Austfjörðum rafmagn frá Hryggstekk um Eyvindarárlínu 1, sem liggur til Eyvindarár við Egilsstaði. Búast má við spennutruflunum enn um sinn.