- Advertisement -

Útlán bankanna vaxa mun hraðar en hagkerfið

Haldið fyrir eyrun, bólan mun springa.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Ég sá á hálfsárs uppgjöri Landsbankans að bankinn hefur aukið útlán sín um 66 milljarða króna þess sex mánuði, það eru svona 500 m.kr. í aukin útlán á hverjum virkum degi. Skrítið að það gerist þegar fullyrt er að rýmka þurfi reglur svo bankar geti lánað meira. Í fyrra jukust lán viðskiptabankanna allra um 322 milljarða króna. Það jafngildir um 11,5% af landsframleiðslu. Sem bankarnir bæta við útlán sín. Árið áður bættu þeir 188 milljörðum króna við útlánin sem nam um 7,2% af landsframleiðslu. Útlán bankanna eru því að vaxa mun hraðar en hagkerfið. Af hverju er eftirsóknarvert að auka enn við þennan vöxt? Ég næ því ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef bankar lána mun meira en sem nemur vexti hagkerfisins segir sagan að þeir láni meira til vafasamra verkefna sem ekki standa undir lánunum. Flest öll hrun má rekja til aukningar lána til einkageirans. Það er augljóst af reikningum bankanna að bóla hefur myndast þar á síðustu misserum. Og uppgjör Landsbankans bendir til að bankarnir séu ekki að hægja á ferðinni, þvert á móti. Haldið fyrir eyrun, bólan mun springa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: