Útistöður á Karolina Fund
Menning Í dag hófst hópfjármögnun á vefsvæðinu Karolina Fund fyrir bókina Útistöður eftir Margréti Tryggvadóttur, bókmenntafræðing og fyrrverandi lþingismann Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar.
Í bókinni segir Margrét frá reynslu sinni og atburðum eins og hún upplifði þá á árinum 2009 – 2013. Lesendum er boðið með í pólitíska óvissuferð þar sem þeir fá að kynnast bæði því besta og versta sem íslensk stjórnmál hafa upp á að bjóða. Flestir gerðu sér grein fyrir að það væri hálfgerður sjálfsmorðsleiðangur að fara út í
stjórnmál eftir hrunið. Verkefnin voru svo risavaxin að ljóst var í upphafi að ekki tækist að greiða úr þeim öllum á einu kjörtímabili. Það var síður fyrirsjáanlegt hve þinginu gekk illa að vinna saman, hvernig það tapaði sér aftur og aftur í barnalegum leikjum sem snérust ekki um að byggja upp og gera samfélagið betra heldur hnekkja á andstæðingnum í leiknum. Í upphafi kjörtímabilsins tókust menn á í pontu en voru svo félagar í matsalnum en undir lokin ríkti stríðsástand þar sem enguvar vægt og raunveruleg illindi voru manna á milli. Svo hægt sé að vinda ofan af því og taka upp betri vinnubrögð í þinginu verðum við að skilja hvernig þetta gat orðið svona.
Upplausn hefur einkennt stjórnmál á Íslandi síðustu árin. Flokkakerfið er að molna og nýjar víglínur að myndast. Mörkin á milli vinstri og hægri eru óskýrari og baráttan stendur um eitthvað allt annað. Stundum virðast menn bara vera að kljást af gömlum vana. Það eru ekki bara gömlu flokkarnir sem eru að molna.
Upplausnarástand hefur líka ríkt innan nýju stjórnmálaaflanna, allavega sumra. Eftir á að hyggja var Borgarahreyfingin dæmd til að springa í loft upp, til stofnunar hennar var ekki vandað í upphafi enda tíminn af skornum skammti. Auk þess kom þar saman allt reiðasta fólkið á Íslandi. Margt af því sem á eftir kom gekk einnig brösulega en annað vel og af því er mikilvægt að draga lærdóm.
Nánari upplýsingar um bókina og fjármögnunarverkefnið sem stendur til 5. september n.k. eru á https://www.karolinafund.com/project/view/488 og hjáMargréti í síma 698 6494 og á margret@myndlist.is.