- Advertisement -

Útgjöldin að sliga borgarsjóð

XD:

…af þeim áformum meirihlutans að fækka starfsfólki leikskóla um 75 milli ára, þegar hundruð barna sitja á biðlistum eftir leikskólarými árlega.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lýstu yfir miklum áhyggjum af fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar á nýliðnum borgarstjórnarfundi.

„Útkomuspá fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir 15,3 milljarða króna halla af rekstri borgarinnar og skuldir samstæðu aukast um 35 milljarða þetta árið. Þá hefur starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 25% síðastliðin fimm ár. Vandi borgarinnar er ekki tekjuvandi heldur útgjaldavandi, enda vaxa rekstrargjöld langt umfram tekjur. Hagræðingakrafa, um 1% þvert á svið, mun ekki nægja til að rétta við rekstur borgarinnar. Huga þarf að áþreifanlegri hagræðingu í rekstrinum, minni yfirbyggingu, skipulegri niðurgreiðslu skulda og hóflegri skattheimtu,“ segja Sjallarnir.

„Þá þarf að ráðast í aðgerðir til að styðja við viðspyrnu atvinnulífs svo efla megi verðmætasköpun í samfélaginu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa jafnframt áhyggjur af þeim áformum meirihlutans að fækka starfsfólki leikskóla um 75 milli ára, þegar hundruð barna sitja á biðlistum eftir leikskólarými árlega. Samtímis er ráðgert að fjölga starfsmönnum miðlægrar stjórnsýslu um 13% næsta árið, en það er sviðið sem hýsir skrifstofu borgarstjóra. Hér birtist forgangsröðun þessa meirihluta, draga skal saman í grunnþjónustu en smyrja auknu fitulagi á yfirbygginguna. Hér þarf breyttar áherslur og raunhæfar aðgerðir svo koma megi böndum á rekstur borgarinnar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: