Sú nærri þriggja milljarða lækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur heitið útgerðinni í landinu er ekki nóg að mati útgerðarinnar. Hún vill milljarð í viðbót.
„Þegar metin er versnandi afkoma í greininni ættu veiðigjöldin að vera ríflega milljarði króna lægri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Útreikningar sýna að miðað við fyrri forsendur og útreikninga miðað við nýjustu upplýsingar um afkomu, ættu veiðigjöld að vera 7,2 milljarðar króna í ár. Þetta er um það bil sú fjárhæð sem gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun, 7 milljarðar króna, en frumvarp atvinnuveganefndar gerir ráð fyrir 8,3 milljörðum króna,“ skrifar Davíð Oddsson, í leiðara Morgunblaðsins, blaðsins þar sem stórútgerðarmenn eru meðal helstu eigenda.
Varðandi átökin á Alþingi segir Davíð: „Það er því fjarstæðukennt þegar frumvarpið er gagnrýnt á þeirri forsendu að með því verði lagðir of lágir skattar á sjávarútveginn.“