Greinar

Útgerðin, þjóðarábyrgð og þjóðarstyrkir

By Miðjan

May 17, 2021

„Því er oft haldið fram að Ísland sé eina landið sem ekki veitir sjávarútvegi sínum ríkisstyrki. Það er líklega rétt í strangasta skilningi orðsins, en þá gleymist að þessi undirstöðuatvinnuvegur okkar nýtur þjóðarábyrgðar“ og öðru hvoru „þjóðarstyrkja“. Þetta gerist gegnum sveigjanlegt gengi gjaldmiðilsins. Þegar aflabrestur eða verðfall verður á útflutningsmörkuðum gefur krónan eftir. Þar með aukast tekjurnar í krónum, þó launakostnaðurinn standi í stað. Verð innfluttra vara hækkar í krónum við gengislækkunina og þannig tekur öll þjóðin á sig að styrkja útflutningsgreinina,“ þannig skrifaði Ragnar Önundarson.

„Tilgangurinn með þessu er að koma í veg fyrir að mikilvæg fyrirtæki fari í þrot. Það mundi þýða að framleiðslutækin yrðu ekki nýtt til verðmætasköpunar, auk þess sem starfsfólk þessara fyrirtækja mundi missa vinnuna. Með sveigjanlegu gengi tekur þjóðin „höggið“ saman.

Af hverju býr þessi grein við þjóðarábyrgð, en aðrar ekki? Ástæðurnar eru:

1)    mikilvægi þess að nýta framleiðslutækin sem best. Að stofna fyrirtæki og gera það lífvænlegt er stórmál og tekur langan tíma, þess vegna

2)   höldum við fyrirtækjunum gangandi og

3)   verjumst atvinnuleysi, sem er mesta böl sérhvers samfélags. Að lokum er svo

4)   sú ástæða fyrir þessu að ef gengið gæfi ekki eftir mundu allir þeir sem ekki missa vinnuna halda lífi sínu og útgjöldum óbreyttum. Gjaldeyrisjöfnuðurinn yrði neikvæður og landið tæki að safna erlendum skuldum, sem gengur ekki til lengdar.“

Ragnar vitnar svo til Staksteina dagsins:

„STAKSTEINAR

Ísland sér á báti

Mánudagur, 17. maí 2021

Í skýrslu sem unn­in var fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um stöðu og horf­ur í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi er margt áhuga­vert að finna. Í kafla um gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi seg­ir að auðlinda­skatt­ar séu fátíðir um heim­inn. Auðlinda­skatt­ur hafi verið lagður á þegar kvóta­kerfið var tekið upp á Nýja-Sjálandi fyr­ir meira en þrem­ur ára­tug­um en hann hafi síðar verið lagður af og tekið upp gjald sem eigi að standa und­ir bein­um kostnaði. Á Græn­landi sé ým­is­kon­ar gjald­taka, en end­ur­skoðun fisk­veiðilög­gjaf­ar­inn­ar standi nú yfir. Í Fær­eyj­um hafi fyr­ir fá­ein­um árum verið hald­in upp­boð á afla­heim­ild­um, en nú hafi ný stjórn­völd á eyj­un­um hætt við upp­boðin.

Þar með eru upp tal­in dæm­in um slíka skatt­heimtu í sjáv­ar­út­vegi í heim­in­um, en hann er hins veg­ar víða mikið niður­greidd­ur og eins og fram hef­ur komið er Ísland eina ríkið í OECD sem niður­greiðir grein­ina ekki. Í skýrsl­unni er jafn­framt bent á að aðrar þjóðir fram­leiði mun meiri fisk en við og að ís­lensk fyr­ir­tæki séu ekki stór miðað við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki annarra landa.

Þá seg­ir: „Sú staðreynd að ís­lensku sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in geta staðist sam­keppn­ina jafn vel og raun ber vitni er ann­ars veg­ar merki um góða stjórn fisk­veiða og fjár­hags­leg­an styrk sjáv­ar­út­vegs á Íslandi en einnig um bágt ástand í fisk­veiðum ann­ars staðar.“

Þrátt fyr­ir þetta er sam­fellt tal í sum­um stjórn­mála­flokk­um hér um að hækka sér­tæka skatta á sjáv­ar­út­veg­inn. Hvað geng­ur þeim til?“