- Advertisement -

Útgerðin: Sjómenn borgi veiðigjöldin

Vinnumarkaður Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir í viðtali við Fréttablaðið, að útgerðarmenn hafi þá afstöðu að sjómenn borgi veiðigjöldin, ásamt útgerðinni.

„En þeir gera sér þá líklega grein fyrir að þeir eru líka á hlutaskiptum og það er ekki okkar að greiða skatta sem á þá eru settir.“ Þá bendir hann á að sjómenn standi þegar undir olíukostnaði útgerðanna. Verð hennar hafi lækkað um 60 prósent frá því útgerðin setti fram kröfur sínar og því standi sá 30 prósenta aflahlutur sem tekinn sé frá fyrir skipti vegna hennar alfarið undir kostnaðinum.

Í lok viðtalsins segir: „Þrennt sé í stöðunni; óbreytt ástand, semja um tryggingar- og launaliði í skammtímasamningi eða fara í aðgerðir. Ef hann ætti að giska segir hann sér finnast líklegast að leið númer þrjú verði fyrir valinu. „Mér heyrist á mönnum að þeir séu ekki par ánægðir. Þeir eru farnir að gefa sig upp bæði á síðunni okkar og víðar og það er mjög nýtt að sjómenn geri það og þýðir bara að þeir eru búnir að missa þolinmæðina.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: