„…þá verður maður líka reiður þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á ríkið upp á ríflega 10 milljarða vegna makrílúthlutunar. Það er ekki góð leið til að efla samstöðu í samfélaginu. Það er ekki góð leið til að vera á sama báti í gegnum það ferðalag sem við erum stödd í,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag.
„Þó að ég telji að ríkið hafi góðan málstað í þessu máli finnst mér eðlilegt að þessi fyrirtæki íhugi að draga kröfurnar til baka. Nú reynir nefnilega á ábyrgð okkar allra, hvort sem við erum að reka fyrirtæki, erum launafólk, þingmenn eða hver sem við erum. Fram undan eru brattar brekkur, ekki bara hvað varðar takmarkanir á samkomum, það eru brattir tímar fram undan í efnahagslífinu.“
-sme