- Advertisement -

Útgerðin barmar sér í Mogganum

Meðan mikið er rætt um lágt og óskýrt verð á uppsjávarfiski hér, í samanburði við verð í Noregi, kjósa útgerðarmenn að svara engu. Þeim finnst hins vegar rétti tíminn núna að barma sér nokkuð. Rétt ofan í fréttir um verðlagninguna og ævintýralegan hagnað.

Mogginn, sem gerður út af útgerðarmönnum, er sínu fólki tryggur og birtir kvörtun eigenda sinna:

„Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, ræðir veiðigjöld í pistli á vef sam­tak­anna og bend­ir á að þau voru hækkuð með breyt­ing­um á lög­um í fyrra. Hún seg­ir að borið hafi á því að staðhæft hafi verið að veiðigjaldið hafi lækkað með þess­um aðgerðum, en það sé fjarri sanni.

Heiðrún bend­ir á hver áhrif­in af breyt­ing­unni hafi verið í krón­um talið fyr­ir grein­ina: „Áætlað er að veiðigjald muni nema um sjö millj­örðum króna á ár­inu. Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi er gert ráð fyr­ir að gjaldið nemi einnig um sjö millj­örðum á næsta ári. Ef eldri lög um veiðigjald hefðu haldið gildi í stað þeirra breyt­inga sem urðu síðastliðinn vet­ur, hefði veiðigjaldið orðið tveir og hálf­ur millj­arður króna á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári. Veiðigjald er því áætlað tæp­lega þris­var sinn­um hærra en það hefði orðið sam­kvæmt eldri lög­um. Allt tal um að veiðigjald hafi verið lækkað vegna þeirra breyt­inga sem gerðar voru á lög­um er því aug­ljós­lega rangt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá nefn­ir hún að arðgreiðslur í sjáv­ar­út­vegi hafi verið mun lægri en í at­vinnu­líf­inu í heild. Þannig hafi arðgreiðslur í sjáv­ar­út­vegi numið 27% af hagnaði, í at­vinnu­líf­inu að sjáv­ar­út­vegi und­an­skild­um hafi þetta hlut­fall verið 40%.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn á í harðri alþjóðlegri sam­keppni og þarf ekki á því að halda – ekki frek­ar en aðrar út­flutn­ings­grein­ar – að sæta sér­stakri skatt­heimtu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: