Fréttir

Útgerðarmaður á Alþingi segir veiðigjöldin vera „ofurskattlagningu“

By Miðjan

November 25, 2018

Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins og útgerðarmaður, er ekki sáttur við veiðigjöldin, sem hann segir vera „ofurskattlagningu“.

„Fyrsti minnihluti atvinnuveganefndar telur veiðigjöld eins og þau koma fyrir í frumvarpi ríkisstjórnarinnar ekki hófleg og telur mun frekar að frumvarpið tryggi ofurskattlagningu í sessi. Fyrsta minnihluta skipar Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins.

Hann segir að það að ein atvinnugrein sæti sérstakri skattheimtu fyrir auðlindanýtingu sé dæmi um mismunun milli atvinnugreina sem auðvelt ætti að vera að leiðrétta. Telur Sigurður Páll að leitast eigi við að tengja gjaldtökuna betur við afkomu þannig að til staðar verði þrepaskiptur afsláttur sem helst skili sér til lítilla og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja.“

Að mestu fengið af Vísi.