- Advertisement -

Útgefnum bókum hefur fækkað

Árið 2012 komu hér út 1355 bækur á pappír og hefur fjöldi útgefinna bóka staðið að mestu í stað frá því um síðustu aldamót. Útgefum bókum hefur þó fækkað svolítið síðan á seinni helmingi tíunda áratugar síðustu aldar, en þá hafði fjöldi útgefinna bóka aukist nær samfellt frá árinu 1975.

Á vef Hagstofunnar má sjá að fjöldi útgefinna bóka á á hverja 1.000 íbúa hefur farið lækkandi frá því um aldamótin síðustu eftir nær samfellda aukningu frá því um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Árið 2012 komu út 4,2 bækur á hverja 1.000 íbúa, sem er nær tveimur færri en árið 1999, eða álíka og útgáfan var á fyrri hluta tíunda áratugarins.

Langflestar þeirra bóka sem gefnar eru út ár hvert eru íslensk höfundarverk, rituð á íslensku, eða sjö af hverjum tíu útgáfum. Hlutur þýðinga hefur þó aukist talsvert hin seinni ár, en hlutfall þýðinga árið 2012 var tæplega 28 af hundraði. Þýðingar úr ensku eru langsamlega flestar. Ríflega sex af hverjum tíu þýddum bókum sem út komu árið 2012 voru þýðingar úr ensku.

Árið 2012 skiptist bókaútgáfan þannig að af hverjum 100 útgefnum titlum voru rit almenns efnis 76, fyrir börn og unglinga 19, og fimm kennslu- og námsbækur. Hlutur bóka fyrir börn og ungmenni hefur aukist nær samfellt frá 1999, eftir nokkra ládeyðu næstu árin þar á undan.

Þú gætir haft áhuga á þessum

bókaútgáfa

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: