- Advertisement -

Útgefandi dagblaðs skal ekki…

Fjölmiðlar Kvennablaðið rifjar upp grein Ólafs Arnarsonar, á Tímarími, þar sem Ólafur fjallar um þá stöðu að Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Morgunblaðsins, kemur mjög víða við í íslensku atvinnulífi. Hér er hægt að lesa grein Ólafs.

Þar er fjallað um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar, en nú eru rétt tíu ár frá því að það leit dagsins ljós. Þá var Davíð harður gegn því að eigendur fjölmiðla væru jafnframt fyrirferðamiklir í óskyldum rekstri.

Miðjan á texta fyrsta frumvarpsins.

Upphaflega frumvarp Davíðs

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er má lesa upphaflega frumvarp Davíðs, frumvarp sem átti eftir að hafa mikil áhrif og nú eru tíu ár liðin frá þessum miklu atburðum í íslenskum stjórnmálum.

„Frumvarp til laga um breytingar á útvarpslögum og lögum um prentrétt

Dagblaðakaflinn

„Útgefandi dagblaðs skal ekki hafa aðra óskylda starfsemi með höndum. Þá er markaðsráðandi fyrirtæki, félagi eða lögpersónu í öðrum rekstri óheimilt að eiga eignarhlut í fyrirtæki, félagi eða lögpersónu, sem hefur útgáfu dagblaðs með höndum. Sama á við um einstaklinga sem eiga ráðandi hlut í slíkum fyrirtækjum, félögum eða lögpersónum. Útgefendum og eigendum dagblaða er á hverjum tíma skylt að veita dóms- og kirkjumálaráðherra upplýsingar er gera honum kleift að meta hvort skilyrðum málsgreinar þessarar er fullnægt.

Heimilt er dóms- og kirkjumálaráðherra að leggja á dagsektir að fjárhæð kr. 50.000 til 500.000 á dag til að knýja á um að ákvæðum 2. mgr. verði framfylgt. Dagsektir þessar verða lagðar á þá aðila sem með ólögmætt eignarhald fara og eru aðfarahæfar.“

Í greinagerðinni segir:

„Í þessari grein er við það miðað að fyrirtæki, félag eða lögpersóna, sem hefur dagblaðaútgáfu sem meginmarkmið skuli ekki jafnframt hafa aðra óskylda starfsemi með höndum.“ Síðar segir: „Enn fremur er gert ráð fyrir að markaðsráðandi fyrirtækjum í öðrum rekstri sé óheimilt að eiga eignarhlut í fyrirtæki í dagblaðaútgáfu.“ Og að lokum er þessi tilvitnun: „Nauðsynlegt er að dóms- og kirkjumálaráðuneytið sem eftirlitsaðili með framkvæmd laga um prentrétt hafi greiðan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um eignarhald útgefenda og eigenda dagblaða til að meta hvort skilyrðum laganna er fullnægt.“

Ljósvakakaflinn:

Útgáfa útvarpsleyfis er háð eftirfarandi skilyrðum um eignarhald:

  1. Óheimilt er að veita leyfi til útvarps til fyrirtækis, félags eða lögpersónu sem hefur að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðlarekstri. Einnig er óheimilt að veita félagi, fyrirtæki eða lögpersónu útvarpsleyfi sem að hluta eða öllu leyti er í eigu markaðsráðandi fyrirtækis í óskyldum rekstri. Þá er óheimilt að veita útvarpsleyfi félagi, fyrirtæki eða lögpersónu, sem hefur með höndum útgáfu dagblaðs eða á eignarhluti í fyrirtækjum í dagblaðaútgáfu, beint eða í gegnum önnur félög, fyrirtæki eða lögpersónur.
  2. Við veitingu útvarpsleyfa til einstaklinga skal útvarpsréttarnefnd jafnframt hafa það atriði í huga, sem nefnd eru í a-lið, þ.á m. hvort aðili eða fyrirtæki honum tengd, eru markaðsráðandi á öðrum sviðum viðskiptalífs eða í dagblaðaútgáfu.
  3. Með umsóknum um útvarpleyfi skulu fylgja upplýsingar sem gera útvarpsréttarnefnd kleift að meta hvort skilyrðum a- og b-liðar sé fullnægt.
  4. Skylt er þeim aðilum sem útvarpleyfi hafa að tilkynna um allar breytingar sem verða á eignarhaldi leyfishafa eða þeirra félaga, fyrirtækja eða lögpersóna sem eignarhlut eiga í leyfishafa. Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað útvarpsleyfi, ef breytingar verða á eignarhaldi þannig að í bága fari við ákvæði þessarar málsgreinar.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: