- Advertisement -

Utanríkisráðherrar enda oft einhvers staðar í utanríkisþjónustunni

Sagði Bjarni Benediktsson um meint samkomulag um Gunnar Bragi fengi sendiherrastöðu í skiptum fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde að sendiherra.

Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir spurði Bjarna Benediktsson í dag:

„Ég hef eina spurningu til að byrja með og hún er svona: Átti hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson fund, samtal eða samskipti af einhverju tagi, formleg eða óformleg, með háttvirtum þingmanni Gunnari Braga Sveinssyni þar sem skipan Geir H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum var rædd?“

Bjarni svaraði:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég átti ótal fundi með háttvirtum þingmanni og fyrrverandi utanríkisráðherra um hin ýmsu mál. Á einum fundinum sem ég sat með honum tilkynnti hann mér að hann hefði tekið ákvörðun um að skipa Geir H. Haarde sendiherra. Honum fannst það við hæfi enda var um að ræða fyrrverandi formann flokks míns, og ég tók því fagnandi.“

Þórhildur Sunna spurði aftur: „Ég þakka hæstvirtum ráðherra svarið. Þá kemur að seinni spurningunni: Er eitthvað sem hæstvirtur ráðherra veit eða grunar sem gæti hafa gefið háttvirtum þingmanni Gunnari Braga Sveinssyni til kynna væntingar um skipun í sendiherrastöðu af hálfu Sjálfstæðisflokksins?“

Og þá svaraði Bjarni:

„Stutta svarið við þessu er nei. Almenna svarið er það að háttvirtur þingmaður er fyrrverandi utanríkisráðherra. Margir slíkir hafa endað einhvers staðar í utanríkisþjónustunni. Einn er hjá alþjóðastofnun núna. Sú kona var einu sinni formaður Samfylkingarinnar. Aðrir hafa verið sendiherrar. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sem ég man eftir sat einu sinni sem sendiherra í Washington. Þannig að ekkert hefur komið fram á fundum okkar háttvirts þingmanns sem gaf sérstakt tilefni til þessa. Hann hefur kannski einhverjar væntingar í ljósi reynslu sinnar til þess að eitthvað slíkt geti gerst í framtíðinni, en það er ekki á grundvelli neinna loforða sem hann hefur fengið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: