Áður en núverandi ríkisstjórn varð til funduðu Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson með forystu annarra flokka. Sjálfstæðisflokkur var ekki með. Skyndilega stóð Sigurður Ingi upp go sagðist hafa áttað sig á því að hann gæti ekki haldið áfram.
Sagðist hafa áttað sig á að það stefndi í nauman meirihluta. Aðeins eins manns. Allir aðrir vissu af þessu frá fyrsta degi. Sigurður Ingi sagði þá að þetta væri of naumt.
Nokkru síðar, þá orðinn ráðherra í skjóli Sjálfstæðisflokks, skrifaði Sigurður Ingi undir samning um að lagður yrði nýr flugvöllur í Hvassahrauni. Nú eru jarðhræringar í næsta nágrenni við hugsanlegan flugvöll.
Þá stígur ráðherrann fram og segir að þar sem hætta sé á gosi nærri Hvassahrauni væri hann hættur við flugvallagerðina. Flestum Íslendingum öðrum var kunnugt um þetta þegar Sigurður Ingi kvittaði upp á flugvöllinn í Hvassahrauni á sínum tíma.
Hvað kemur næst?
-sme