- Advertisement -

Út í hött að kansellíið fyrir sunnan ráðskist svona með skólamálin

Menntun „Ég hef talsverðar áhyggjur af því að sameining framhaldsskóla á Norðurlandi eystra renni í gegnum kerfið án þess að meginatriði málsins verði rædd. Nú verður gerð fýsileikakönnun og væntanlega tilkynnir ráðherra svo ákvörðun sína nánast samstundis líkt og hann gerði með Iðnskólann í Hafnarfirði. Þá verður of seint að bregðast við,“ skifar Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri og fyrrum stjórnarformaður Byggaðstofnunar.

Þóroddur segir einnig: „Þessar litlu, sjálfstæðu menntastofnanir skipta gríðarlegu máli fyrir minni svæðin og það væri mjög slæmt ef þau yrðu gerð að útibúum frá Akureyri. Ef stjórnvöldum er alvara með það að landshlutarnir eigi í auknum mæli að skipuleggja og forgangsraða verkefnum er út í hött að kansellíið fyrir sunnan ráðskist svona með skólamálin. Það má vel vera að við getum skipulagt okkur betur og bætt skólastarfið á svæðinu en það kallar á umræðu á breiðum grundvelli.“

Og að lokum: „Þetta er ekkert einkamál Fjallabyggðar eða Norðurþings, ef þetta fer í gegn verður í framhaldinu væntanlega ráðist í það að sameina alla aðra minni framhaldsskóla við stærri og öflugri skóla í mesta þéttbýlinu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: