Í Mogga dagsins er frétt um að Bjarni Benediktsson vinni að því að setja stefnuna í ríkisfjármálum til næstu 30 ára. Hvorki meira né minna. Hann sýnist ekki á förum úr fjármálaráðuneytinu. Í viðtalinu við Moggann segir Bjarni:
„Má þar nefna að þjóðin er að eldast og munu helstu áskoranir stjórnvalda snúa að því að viðhalda góðum lífskjörum, ásamt því að tryggja stöðugan vöxt til lengri tíma, þrátt fyrir að hægi á fjölgun starfandi eftir því sem eldra fólki fjölgar.“
Í sama blaði á annarri blaðsíðu má lesa þetta:
„Það veldur okkur gríðarlegum vonbrigðum ef þetta eru viðbrögðin,“ segir Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SFV, um tillögur meirihluta fjárlaganefndar og bendir á að beðið hafi verið í heilt ár eftir skýrslunni. Staðan sé mjög þröng og hjúkrunarheimilin stefni í þrot.
Út á hvaða túni er Bjarni? Hann delerar um að þjóðin sé að eldast og bregðast verði við til næstu þrjátíu ára meðan að í dag er flest hjúkrunarheimili landsins að sigla í gjaldþrot. Allt vegna þess að Bjarni gætir þess að þau fái ekki næga peninga fyrir rekstri.
Meira lifandis bullið alltaf hreint.