Gunnar Smári skrifar: Hvað er nú þetta? „Forsætisráðherra segir að takist Íslendingum að ná sátt um nýja stjórnarskrá setji það gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir og sýni að hægt sé að ná þverpólitískri sátt um stór málefni. Hún segir stjórnmálafólk skulda almenningi að klára þá vinnu sem hafin var við gerð nýrrar stjórnarskrár á árunum eftir hrunið.“
Bíddu, almenningur valdi það í þjóðaratkvæðagreiðslu að stjórnarskrá stjórnlagaráðs, sem þjóðin valdi sjálf til, yrði grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Íslendingar hafa sýnt hið góða fordæmi. Það er Katrín og stjórnmálaelítan sem hefur sýnt hið vonda fordæmi. Og það er engin ástæða til að taka málið af almenningi og færa það inn í svona fíneríis ráðstefnur upp í Háskóla. Þjóðin hefur valið sér stjórnarskrá, það er ekkert tilefni til að áfrýja þeim úrskurði til fólksins í 107.