- Advertisement -

Úrskurði áfrýjað til fólksins í 107

Gunnar Smári skrifar: Hvað er nú þetta? „For­sæt­is­ráðherra seg­ir að tak­ist Íslend­ing­um að ná sátt um nýja stjórn­ar­skrá setji það gott for­dæmi fyr­ir aðrar þjóðir og sýni að hægt sé að ná þver­póli­tískri sátt um stór mál­efni. Hún seg­ir stjórn­mála­fólk skulda al­menn­ingi að klára þá vinnu sem haf­in var við gerð nýrr­ar stjórn­ar­skrár á ár­un­um eft­ir hrunið.“

Bíddu, almenningur valdi það í þjóðaratkvæðagreiðslu að stjórnarskrá stjórnlagaráðs, sem þjóðin valdi sjálf til, yrði grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Íslendingar hafa sýnt hið góða fordæmi. Það er Katrín og stjórnmálaelítan sem hefur sýnt hið vonda fordæmi. Og það er engin ástæða til að taka málið af almenningi og færa það inn í svona fíneríis ráðstefnur upp í Háskóla. Þjóðin hefur valið sér stjórnarskrá, það er ekkert tilefni til að áfrýja þeim úrskurði til fólksins í 107.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: