Fréttir

Urrar bæði á Fréttablað og Sólveigu Önnu

By Miðjan

July 16, 2020

„Og í gær, miðviku­dag, þótt langt sé í helgi, þá birt­ist óvenju­leg­ur lof­söng­ur í rit­stjórn­ar­grein um Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, sem sögð var mest­ur hval­reki sem skolað hefði á fjör­ur verka­fólks um ára­bil,“ skrifar Davíð Oddsson í Staksteina dagsins. Allt annað en glaður með lífið. Reyndar mikið pirraður.

„Sá hval­reki var áður fræg­ast­ur fyr­ir að van­helga Alþingi með skríls­lát­um þar og birt­ast svo í fram­hald­inu með hóp upp­hlaups­manna til að gera hróp að dóm­stól­um til að tryggja að hval­rek­inn þyrfti ekki að bera ábyrgð á gjörðum sín­um,“ skrifar Davíð en sleppir að geta þess að Sólveig Anna var ekki dæmd til ævilangrar fangavistar eins og „fyrirmennin“ kröfðust.

„For­dæmt var í leiðar­an­um droll í ráðuneyt­um, sem Sól­veig Anna hefði rétti­lega steytt hnefa gegn og ekki síður hitt að skjald­borg hefði verið sleg­in um at­vinnu­rek­end­ur í varn­ar­bar­áttu gegn veirunni, eins og gert er um all­an heim,“ skrifaði Davíð í eigin pirringi.

Og svo sneið að Fréttablaðinu. „Þetta eru óneit­an­lega ný og af­ger­andi skila­boð frá fríblaðinu.“

Staksteinar skemmta öllum nema höfundi þeirra.