Fréttir

Úreld stefna Thatcher vellur áfram á Íslandi, draugur, sálarlaus og grimmur

By Gunnar Smári Egilsson

May 04, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Í dag eru slétt 42 ár síðan Margraet Thatcher varð forsætisráðherra Bretlands og tók að innleiða þar lausnir nýfrjálshyggjunnar; brjóta niður samtök almennings, einkavæða og útvista opinberri þjónustu, selja almannaeigur, lækka skatta á hin ríku, skera niður velferðarkerfið, auka álögur á vinnandi fólk, lækka örorku-, elli- og barnabætur og brjóta samfélagið niður með öðrum hætti. Þótt hugmyndastefna hennar sé komin á ruslahaug sögunnar þá vellur hún áfram á Íslandi eins og afturgenginn draugur, sálarlaus og grimmur. Ef þið viljið drekka ykkur til óminnis í dag eða barma ykkur yfir heimsku mannanna þá er þetta ágætt tilefni til þess.