- Advertisement -

Úr verða verkföll og óstöðugleiki

Gunnar Smári skrifar:

Ólafur Margeirsson með pistilinn um kjarabaráttu í kjölfar húsnæðiskreppu: „Ef stór hluti fólks finnur lítt fyrir auknum kaupmætti eftir að það hefur greitt hærri húsaskjólskostnað er eðlilegt að það berjist fyrir því að laun þess séu hækkuð – því lítt virðist vera gert fyrir þennan hóp á leigumarkaði.

Það er rétt hjá þeim sem benda á það að það eru augljóslega takmörk fyrir því hversu há laun geta verið. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði og séu þau of há mun samkeppnishæfni landsins líða fyrir það. Það er líka rétt hjá þeim sem benda á það að ráðstöfunartekjur hátekjuhópa, eftir húsaskjólskostnað, hafa hækkað meira en í tilviki lágtekjuhópa. Og miklar launahækkanir, í krónum talið, hjá hátekjufólki eru fátt annað en bensín á eld óánægju lágtekjuhópa – sérstaklega þegar það sér leiguna éta upp meirihlutann af hækkun ráðstöfunartekna. Úr verður óánægja láglaunafólks á vinnumarkaði, verkföll og óstöðugleiki. Og það er ólíklegt að varanleg lausn, og stöðugleiki, á vinnumarkaði finnist án þess að styrkja stöðu láglaunafólks á húsnæðismarkaði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: