Í DV, þennan dag fyrir áratug, var merkileg frétt á blaðsíðu 2. Sjá hér.
„Vistmenn á dvalarheimilum aldraðra sem njóta fjármagnstekna í ellinni greiða helmingi lægra hlutfall af tekjum sínum í dvalarkostnað en almennir lífeyrisþegar. Af þeim sökum þarf Tryggingastofnun ríkisins að greiða mun meira með hverjum fjármagnseiganda og þeir hafa jafnframt mun meiri ráðstöfunartekjur á mánuði en almennir lífeyrisþegar,“ segir í DV 30. apríl 2007.
Fjármagnseigendur með sér þegnréttindi
Fjármagnseigandinn nýtur þarna sérstakra þegnréttinda líkt og hann sé af annarri stétt en hinn almenni lífeyrisþegi. Því hærra hlutfall fjármagnstekna hjá einstaklingi, þeim mun hærri verða greiðslur Tryggingastofnunar, sagði Ingibjörg Brjánsdóttir stjórnsýslufræðingur.
Hygla þeim ríkari
„Löggjafinn hefur augljóslega búið fjármagnseigendum mun betra bæli í ellinni. Þannig eru þeim tryggðar hærri greiðslur úr sjóðum Tryggingastofnunar, öfugt við það sem flestir telja hlutverk hennar að jafna lífsskilyrði manna en ekki hygla þeim sem betur mega sín. Hinn almenni lífeyrisþegi á kröfu á stjórnvöld að þau útskýri hvernig á því standi að fjármagnstekjur séu með þessum hætti heilagri en tekjur úr almennum lífeyrissjóðum hvað varðar vistgjöld. Það er ótækt að fjármagnseigendur borgi minna, fái meira út sjóðum Tryggingastofnunar og njóti hærri ráðstöfunartekna en hinir. Eru þeir kannski af annarri stétt en almennir lífeyrisþegar?“
Hér segir frá miklu hremmingum konu. „Tárin mín eru búin, allt sem ég á eftir er reiðin.“
Það er ekki alltaf gaman á jökli
Nóg að gera við Kárahnjúka .