Allsherjar- og eftirlitnefnd Alþingis kemur saman nú klukkan tíu, þar sem hún mun ræða reglur um uppreist æru.
Tilefnið er öllum ljóst. Leyndin sem verið hefur er eflaust nokkuð sem rætt verður um að breyta.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er formaður nefndarinnar og varaformaður er Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn. Aðrir nefndarmenn eru; Birgitta Jónsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Lilja Alfreðsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Haraldur Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Fjórir af níu nefndarmönnum koma frá Sjálfstæðisflokki, Brynjar, Njáll Trausti, Haraldur og Hildur. Píratar eiga tvo nefndarmenn, Birgittu og Jón Þór. Viðreisn einn, Jón Steindór, og Framsókn einn, Lilju.
Samfylkingin á ekki fulltrúa í nefndinni en Oddný Harðardóttir er áheyrnarfulltrúi.