- Advertisement -

Upplýsingaóreiða – Vg

Nýlega lýsti norski sjávarútvegsráðherra því yfir flaggskip íslenska sjávarútvegsins, „þess besta í heimi“, væri með svo laskað mannorð, að hann fór þess á leit við Fiskistofu Noregs að stöðva kaup íslenskra aðila á norskum útgerðum.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Svandís Svavarsdóttir var á Fréttavaktinni hjá fréttaskáldinu Sigmundi Erni og boðaði þar einhver óljós tíðindi í loka mánaðar, en hingað til hafa ákvarðanir hennar miðað að því að þrengja að því litla jafnræði sem er í greininni.

Það var verulega furðulegt að hlýða á ráðherrann reyna að telja sjálfri sér og áhorfendum trú um, að með kvótakerfinu hefði tekist vel með uppbyggingu fiskistofna. Þessi fullyrðing sem fréttaskáldið át upp eftir ráðherranum, stenst enga skoðun, það sýna einfaldlega tölur um landaðan afla. Ég skil ekkert í því að Hringbraut taki þátt í svona upplýsingaóreiðu og nánast falsfréttamennsku.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Afli í nær öllum tegundum sem hafa verið kvótasettar hefur dregist verulega saman.

Afli í nær öllum tegundum sem hafa verið kvótasettar hefur dregist verulega saman. Nokkur dæmi eru um að útgerðir hafi hætt að mestu veiðum á nokkrum stofnum vegna þess að það hefur fengist meira upp úr því að braska með kvótann á skiptimarkaði í stað þess að veiða. Það á m.a. við um blálöngu og úthafsrækju.

Sú fullyrðing Svandísar að íslenskur sjávarútvegur sé sá fremsti í heiminum stenst heldur ekki, en sérstaða íslenskra afurða sést varla á markaði, þar sem hver og ein stórútgerð telur sig fá meira út úr því að selja í gegnum sína skúffu í skattaskjóli, í stað þess að búa til vörumerki og sérstöðu á markaði.

Nýlega lýsti norski sjávarútvegsráðherra því yfir flaggskip íslenska sjávarútvegsins, „þess besta í heimi“, væri með svo laskað mannorð, að hann fór þess á leit við Fiskistofu Noregs að stöðva kaup íslenskra aðila á norskum útgerðum.

Í lokin þá er ekki úr vegi að Sigmundur Ernir ofl. sem halda því fram að helsti útflutningsatvinnugrein landsins sem byggði upp Ísland 20. aldarinnar, hafi meira og minna verið þurfalingur á ríkissjóði – spyrji sig hvernig í ósköpunum það hafi gegnið upp? Þessari spurningu er auðsvarað – fullyrðingin um að sjávarútvegurinn hafi verið á framfæri ríkisins er hrein og tær della.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: