- Advertisement -

Upplýsingamengun og -óreiða úr stjórnarráði Katrínar og Bjarna

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Það sést vel á þessari annars ágætu frétt hversu mikil upplýsingaóreiða hefur skapast af kynningum ríkisstjórnarinnar af aðgerðum sínum. Stígur Helgason byrjar að segja að umfang aðgerða ríkisstjórnarinnar slagi í 300 milljarða og tekur fram til skýringa að það sé álíka og nemi útgjöldum ríkissjóðs til reksturs Landspítalans í fimm ár.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Af þessum 125,5 milljörðum sem Stígur fjallar um eru 103 milljarðar lán og frestun afborgana.

Svo telur hann upp fimm aðgerðir sem snúa að fyrirtækjum og tilgreinir umfang þeirra; Frestun opinberra gjalda = 25 milljarðar, Lokunarstyrkir = 2,5 milljarður, Brúarlán = 50 milljarðar, Stuðningslán = 28 milljarðar og Hlutabótaleiðin = 20 milljarðar. Samtals eru þetta 125,5 milljarðar króna. Hvar eru þá eitthvað sem slagar upp í 175 milljarða til viðbótar? Það sjá allir þarna vantar eitthvað stórt í dæmið.

Af þessum 125,5 milljörðum sem Stígur fjallar um eru 103 milljarðar lán og frestun afborgana. Það er því ákaflega blekkjandi að bera þær aðgerðir saman við framlög til Landspítalans, sem mun aldrei borga þau framlög til baka.

Það er lýsandi fyrir þá upplýsingamengun og –óreiðu sem stafar frá stjórnarráði Katrínar og Bjarna og jafnvel okkar bestu fréttamenn geta ekki gefið rétta mynd af aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ef Stígur hefði viljað gefa góða heildarmynd af þessum pökkum hefði hann þurft að vinda ofan af blekkingunni. Í stað þess að búa til slíka frétt reynir hann að fella frétt sína inn í alla þvæluna sem borin hefur verið út og skilar af sér rammgötóttri frétt sem er í kjarnann röng. Þótt hún sé mjög fín á mælikvarða Ríkisútvarpsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: