Fáir stjórnmálamenn, eða jafnvel engir, eru óvisnælli utan eigin flokks en Bjarni Benediktsson. Útilokað má telja að hann afli framboði flokksins í Reykjavík nýrra atkvæða. Sú ákvörðun að tefla honum fram með Eyþór Arnalds á lokaspretti kosningabaráttunnar lýsir annað hvort, eða hvorutveggja, slakri dómgreind og/eða tautatitringi.
Hvað sem sagt verður um Bjarna hefur hann aldrei aukið fylgi við flokk sinn. Í formannstíð Bjarna hefur fylgið tálgast af flokknum í öllum kosningum. Fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík, Halldóri Halldórssyni, var kennt um slaka stöðu flokksins í borginni. Þar sem heldur hefur dregið styrk flokksins eftir komu Eyþórs og hans fólks virðist fátt til bjargar. Áfram er reynt og það með því að tefla Bjarna fram með Eyþóri. Væntanlega eru það ein mistökin enn.
Klofningsframboð úr flokknum hafa komið fram í tveimur kaupstöðum, Seltjarnarnesi og Vestmannaeyjum, þar sem staðan hefur verið sterk. En þar er upplausn.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hirti þó sviðsljósið eftir að upp komst um ótrúlega launahækkun sem hann skammtar sér úr bæjarsjóði. Dómgreind bæjarstjórans er greinilega verulega ábótavant. Ekki verður öðru trúað en framganga Ármanns verði til þess að annars tæpur meirihluti í bæjarstjórn Kópavogs sé kolfallinn.
Sjáflstæðisflokkurinn hefur haft sterka stöðu í mörgum sveitarfélögum. Vissa þeirra og hroki er að leika flokkinn grátt. Víða er ríkjandi upplausn.