Þröstur Ólafsson:
Við horfðum á afar fagmannlega vel útfærða sýningu á leikriti sem greinilega hafði almannatengil sem leikstjóra. en skildum ekki innihald sýningarinnar. Héldum að um iðrun, hreinsun og nýtt upphaf væri að ræða. En við vorum tekin í bólinu. Áhrif falleinkunnar Umboðsmanns voru takmörkuð við eftirsótt stólaskipti. Bjarni var orðinn leiður í ráðuneyti eftir 10 (?) ára setu þar. Skiljanlega. En athugasemd Umboðsmanns snerti pólitískt siðferði. Þar hafa íslenskir stjórnmálamenn ekki ætíð skorað hátt. Þarna var stjórnmálamanni sem sá ekki með eigin augum ( eins og hann ítrekaði við afsögn sína) bjálkann í auga sínu og hafði reynst óhæfur. Það sem vera átti áminning og refsing snerist upp í umbun og verðlaunum. Hann afhenti sjálfum sér annað og mun skemmtilegra ráðuneyti. Upphefð í stað yfirsjónar.