- Advertisement -

Upphafning síbrotamanna?

„Þetta er gjörsamlega fáránlegt,“skrifaði Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsdambandsins, eftir að Ísland var kjörið í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna.

En hvers vegna segir Guðmundur þetta?

„Engin stjórnvöld, alla vega á Vesturlöndum og víðar, hafa jafnoft brotið á bak aftur sjálfsögð mannréttindi og íslensk stjórnvöld hafa gert. T.d. hefur ekkert land í heiminum eyðilagt kjarabaráttu launamanna jafnoft með lagasetningum og inngripum.
Ekkert land hefur jafnoft vísvitandi dregið árum saman, jafnvel áratugum saman, að staðfesta úrskurði alþjóðlegra stofnana um réttindi launamanna.
Ekkert land hefur jafnoft vísvitandi sniðgengið niðurstöður í þjóðartkvæðagreiðslum þar sem tryggja átti réttindi þeirra sem minna mega sín gegn efsta laginu í samfélaginu.
Þannig mætti lengi telja. Það skelfilegt að hlusta á ummæli utanríksráðherra og þau eru einfaldlega blaut tuska framan í launamenn.“

Annar sem hefur látið mannréttindi mikið til sín taka er Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur. Hann er einnig undrandi á kjöri Íslands.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Mannréttindabrot á öldruðum og öryrkjum hafa stöðugt haldið áfram. Og síðan tekur Ísland þátt í mannréttimdanefnd SÞ, án þess að taka til heima hjá sér í mannréttindamálum.“

Sínum augum lítur hver á silfrið. Á vefsíðu stjórnarráðsins stendur:

„Hlutverk mannréttindaráðsins er að efla og vernda mannréttindi í aðildarríkjum SÞ og Ísland mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur sæti í ráðinu. „Það er gleðilegt hversu breiður stuðningur náðist um kjör Íslands og það hvetur okkur til dáða í þeim verkefnum sem bíða okkar. Þessari stöðu fylgir mikil ábyrgð og er mikilvægt að við Íslendingar stöndum saman í að axla hana.“

Yfirvaldið lítur kjörið allt öðrum augum en þeir Guðmundur og Björgvin sem og fjöldi annarra sem hefur tjáð sig um kjör Íslands.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: