Sólveig Anna skrifar:
„Það verður áhugavert að sjá hvernig svívirðingarnar verða formúleraðar af leiðarahöfundum stóru blaðanna, þegar ekki er hægt að berja á flugfreyjum með lífkjarasamningnum, uppáhaldsbarefli ritstjóranna gegn kven-vinnuaflinu. Væntanlega verður gripið til þess að segja þeim að þær ættu bara að vera þakklátar fyrir eitthvað random þus sem mönnunum er ofarlega í huga þegar þeir setjast við orðasalats-vélina; þær eiga heima á Íslandi sem er best, vatnið hreint og náttúran óspillt, og það er gaman að ferðast.
Ég sendi kveðju til FFÍ og vona að þær láti ekki deigan síga.“