„Ungur og óreyndur fasteignasali sem talar að auki slaka ensku gerði sig breiðan við væntanlegan viðskiptavin. „Pabbi minn og pabbi minn“ er inntakið. Það var söluvaran. Ég ætla ekki að halda áfram. Hver sem heyrir veit hvað er á ferðinni. Er ekki nóg á þennan unga mann lagt?“
Þetta skrifar Einar S. Hálfdánarson dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins. Og ekki nema von. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flokksins er jú dóttir Einars.
Einar velur að segja Gunnar son Jóns Gunnarssonar hann ungan mann. Gunnar sonur Jóns er ekki ungur maður. Ekki lengur. Hann er frekar miðaldra en ungur. Sama hversu oft hann verður sagður ungur og óreyndur breytist ekki að hann er ekki lengur ungur og óreyndur.
Gunnar „hinn ungi“ er fáum árum yngri en pabbi hans, Jón Gunnarsson, hóf sína þingmennsku. „Ungi drengurinn“ er nú nokkrum árum eldri en Bjarni Benediktsson var þegar hann var fyrst kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins.
-sme