Fréttir

Ungir fordæma Ásmund

By Miðjan

March 01, 2016

STJÓRNMÁL „Þetta er vond skoðun hjá Ásmundi og hlýtur fyrst og fremst að lýsa skilningsleysi hans á ástandinu í Sýrlandi. Að leggja til að menn verði sendir aftur á stríðshrjáð svæði er auðvitað ótrúlegt og ekki sæmandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir í fordæmingu ungra sjálfstæðismanna vegna orða sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson lét falla á þingi í dag.

Við fordæmum auðvitað þessi orð Ásmundar og minnum hann á stefnu Sjálfstæðisflokksins um þessi mál sem samþykkt var á landsfundi flokksins 2015:

„Hafa skal mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. Sjálfstæðisflokkurinn fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að auka fjármagn til flóttamannaaðstoðar í kjölfar neyðar sem skapast hefur í Evrópu undanfarin misseri.“

Ásmundur vill að Alþingi skoði hvort að rétt sé að snúa hæl­is­leit­end­um til síns heima í Kefla­vík.