- Advertisement -

Ungar íslenskar konur í vanlíðan

- konur frekar með þunglyndi en karlar

Alls eru átján prósent kvenna, á aldrinum fimmtán til 24 ára, með einkenni þunglyndis. Það er mun hærra hlutfall en er hjá öðrum þjóðum í Evrópu.

Fleiri ungar konur á aldrinum þessum aldri mældust með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi, eða tæp 18 prósent. Svíþjóð og Danmörk komast næst Íslandi með um 15 prósent. Hlutfallið er lægst á Kýpur og Litháen, í kringum 0,5 prósent, og Tékklandi, tæplega eitt prósent.

Í aldurshópnum 65 ára og eldri mældust rétt um 4,5 prósent karla með þunglyndiseinkenni en rúm ellefu prósent kvenna. Eða meira en tvölalt fleiri konur en karlar.

Tæp níu prósent fólks á Íslandi mældist með þunglyndiseinkenni, en það er fjórða hæsta hlutfallið af þeim löndum sem tóku þátt í evrópsku heilsufarsrannsókninni. Þá voru rúm fjögur prósent með mikil einkenni og er Ísland þar með næsthæsta hlutfallið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Einkenni þunglyndis eru mæld með spurningalista þar sem átta atriði skera úr um niðurstöðuna. Ef þátttakendur könnuðust við tvö atriði af átta á helmingi þess tíma sem miðað var við (hálfum mánuði) töldust þeir hafa einkenni þunglyndis. Annað tveggja þurfti jafnframt að vera á meðal einkenna, áhugaleysi eða depurð. Ef fimm af átta atriðum áttu við töldust þátttakendur hafa mikil einkenni þunglyndis.

Evrópska heilsufarsrannsóknin er samræmd rannsókn á heilsufari og heilsutengdri hegðun sem hagstofur á Evrópska efnahagssvæðinu framkvæma. Rannsóknin var framkvæmd á Íslandi haustið 2015. Í úrtaki voru 5.700 einstaklingar sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Af þeim svaraði 4.001 einstaklingur sem þýðir að svarhlutfallið var 70,2 prósent.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: