- Advertisement -

Undirbúa varnir gegn flensunni

Mannlíf Pantaðir hafa verið 5.000 skammtar af inflúensubóluefni til viðbótar við þá 60.000 skammta sem þegar hefur verið dreift um landið.

Bóluefnið er nú tilbúið til afhendingar hjá Distica og eru einstaklingar sem ekki hafa verið bólusettir hvattir til að hafa samband við næstu heilsugæslustöð.

Sóttvarnalæknir mælist til þess að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Vakin er athygli á að ofangreindir áhættuhópar eiga rétt á að fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu. Það sem af er vetri hafa einungis nokkrir einstaklingar greinst með inflúensu og búast má við auknum fjölda tilfella á komandi vikum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: