Undirbúa sölu ríkisbankanna
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, skefur ekkert utan af hlutunum í Mogganum í dag. Hann gerir ráð fyrir að ríkisbankarnir, Landsbanki og Íslandsbanki verði seldir á yfirstandandi kjörtímabili.
„Ég tel að unnt verði að klára sölu á hlut í bönkunum á þessu kjörtímabili. Það verður síðan að koma í ljós hver niðurstaða okkar verður. Ef hún verður sú að hefja söluferli þá þarf samþykki ráðherra. Það er framkvæmanlegt að hefja söluferli á bönkunum á þessu ári og tímalína okkar miðar við að hægt verði að framkvæma tillögu um sölu á bönkunum, ef til hennar kemur, þannig að söluferlinu ljúki á næsta ári,“ segir Lárus í Mogganum í dag.
Eflaust þekkir Lárus vel til. Hann efast ekki um að kaupendur fáist. Allt veltur á þessu: „Ef hún verður sú að hefja söluferli þá þarf samþykki ráðherra.“ Sem er jú Bjarni Benediktsson.