„Aftur á móti mun veikari staða fyrirtækja og heimila veikja fjárhagsstöðu hins opinbera og rýra möguleika þess í að viðhalda öflugu velferðarkerfi, framsæknu menntakerfi, ráðast í innviðauppbyggingu og veita almenningi betri þjónustu,“ þetta má lesa í nýrri Moggagrein eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
„Fjármagn ríkisins vex ekki á trjánum heldur verður það til með dugnaði og framtakssemi einstaklinga og fyrirtækja sem á hverjum degi framleiða verðmæti fyrir samfélagið og fjármagna þannig fyrrnefnda þætti,“ skrifar hún.
„Fjárhagsleg staða ríkissjóðs versnar og bolmagn ríkisins til að veita nauðsynlega þjónustu veikist,“ skrifar Óli Björn Kárason í vikulegri Moggagrein, í dag.
Það sem þau segja passar vel við skoðanir Haraldar Benediktssonar, varaformanns fjárlaganefndar og þingmanns Sjálfstæðisflokksins.