- Advertisement -

Undarlegheit í boði íslenskra dómstóla

Sigþrúður Guðmundsdóttir, sem er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, skrifar aldeilis merka færslu á Facebook:

„Karl eitt: Ræðst að sambýliskonu sinni, tekur hana kverkataki og slær í andlit svo hún fær mar á andlit, háls, brjóstkassa, öxl, upp- og framhandleggi, úlnlið, læri og kálfa. Er sakfelldur og er dæmdur til þriggja mánaða refsingar. Getur komið sér undan því að fara í fangelsi með því að halda skilorð.

Karl tvö: Ræðst á sambýliskonu sína, rekur hana upp að vegg, kýlir í andlit og herðar, rífur í hár og sparkar í læri svo hún hlýtur eymsli, mar og skurð á andliti, gagnauga og líkama auk þess sem tvær tennur brotna. Ræðst jafnframt á barn, kýlir það ítrekað í andlit með krepptum hnefa og sparkar í andlit þess. Er sakfelldur og dæmdur til sex mánaða refsingar. Getur komið sér undan því að fara í fangelsi með því að halda skilorð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Karlar þrjú og fjögur: Framvísa fölsuðum skilríkjum. Sakfelldir og dæmdir til þrjátíu daga refsingar. Eiga ekki möguleika á því að sleppa við fangelsisvist.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: