- Advertisement -

Umræðan um sjálftökulaun hefur koðnað niður

Þessir sömu hafa þungar áhyggjur af stöðu kjaraviðræðna.

„Nú er umræðan um sjálftökulaun bankastjóra ríkisbankanna koðnuð niður, eins og umræðan um sjálftökulaun forstjóranna og stjórnmálaelítunnar. Umræða leysir nefninlega engan vanda nema athafnir fylgi. Þessir sömu hafa þungar áhyggjur af stöðu kjaraviðræðna,“ skrifar Ragnar Önundarson og minnir á að hann skrifaði þetta fyrir tveimur vikum:

Gamla bankakerfið, fyrir einkavæðinguna og sjálftökuna, var ekki að öllu leyti til fyrirmyndar. Að sumu leyti þó: Bankastjóralaun voru samræmd og fylgdu launum hæstaréttardómara skv. Kjaradómi, nú um 1.400 þús. á mánuði. Greiddur var að auki jólabónus, sem allir bankastarfsmenn fengu, kallaður 13. mánuðurinn, þannig að raunveruleg mánaðarlaun hafa verið rúm 1.500 þús. Þeir sem sóttust eftir þessum störfum vissu hvað var í boði og að hverju þeir gengu. Annað var ekki umsemjanlegt. Þetta þýddi að löngunin til að auðgast var ekki það sem hvatti þá áfram, græðgin var ekki leidd til hásætis. Menn gerðu það upp við sig hvort þeir vildu una þessu eða leita annað.

Uppástunga mín er sú að störf bankastjóra núverandi ríkisbanka verði auglýst laus til umsóknar á fyrirfram ákveðnum kjörum. Núverandi bankastjórar geta sótt um eins og aðrir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: