Fréttir

Umræða út á túni

By Miðjan

February 18, 2018

Stundum er erfitt að skilja þingmenn. Mest þó þegar þeir tala um sjálfa sig og sín kjör. Í Silfrinu voru fjórir þingmenn sem öllum tókst að sleppa að ræða það sem fólk þyrstir í að fá vita.

Stemma akstursbækur Ásmundar Friðrikssonar og Vilhjálms Árnasonar við akstursreikningana sem Alþingi greiddi þeim? Þessu verður að svara sem og hvert erindi þeirra var í hvert og eitt sinn.

Þingmenn tala nú um hvernig er hægt að laga systemið til að þeir gráðugustu í þeirra hópi hagi sér ekki eins og þeir helst kjósa. Við hin viljum að tryggt verði að akstursbækur liðinna ára verði bornar saman við reikninga. Stemmi þær ekki við reikningana er bara eitt fyrir viðkomandi þingmenn að gera.