- Advertisement -

Umhverfisráðherra ósammála sjálfum sér

: Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, þá framkvæmdastjóri Landverndar, að ríkisstjórninni hafi verið óheimilt að hafa áhrif á ákvarðanir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Slíkt sé brot á alþjóðasamningum. Hvorki meira né minna.

Í frétt Rúv frá því september í fyrra, fyrir þrettán mánuðum, sagði Guðmundur Ingi það fráleita hugmynd að ríkisstjórnin blandi sér í málið með beinum hætti meðan það er til umfjöllunar í óháðri úrskurðarnefnd. Slíkt sé brot á Árósasamningnum og öðrum alþjóðasamningum.

Þar var fjallað um umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélögum á Norðurlandi, fyrir lagningu Þeistareykjalínu og Kröflulínu. Framkvæmdir voru stöðvaðar að kröfu Landverndar. Samtökin vísuðu þá í nýju lögin þar sem sérstaklega er kveðið á um verndun hrauns.

Þá sagði núverandi umhverfisráðherra: „Það sem að forsætisráðherra boðaði í gær, er í rauninni að fikta í löggjöfinni eftir á þannig að niðurstaða þessa óháða úrskurðaraðila sé líklegri til að henta málstað ríkisstjórnarinnar. Þetta er náttúrulega að okkar mati, með öllu ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Guðmundur Ingi.

Guðmundur sagði  að ef vilji væri til þess hjá bæði ríkisstjórn og Landsneti að leysa úr deilunni áður en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kveði upp úrskurð, þurfi þau að leggja til raunhæfa tillögu að línuleið sem fari ekki um hraun.

„Fyrirtækið hefur sýnt, að okkar mati, mikið tómlæti með því að í fyrsta lagi sækja seint um framkvæmdaleyfið, ekki fyrr en í mars á þessu ári, og hafa ennþá ekki komið fram með neinar lausnir í málinu þó svo að það séu tveir og hálfur mánuður síðan að fyrsti stöðvunarúrskurðurinn féll,“ segir Guðmundur Ingi, þá framkvæmdastjóri Landverndar, en nú umhverfisráðherra. Hann styður nú það sem hann gagnrýndi svo hart áður en hann varð ráðherra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: