Umboðsmaður Alþingis snuprar Bjarna
- umboðsmaður segir fjármálaráðuneytið hafa brotið lög og þá um leið réttindi manns sem vildi ekki vera í stéttarfélagi.
Fjármálaráðherra og ráðuneyti hans var óheimilt, samkvæmt lögum, að meina manni um upplýsingar um frádrátt af launum hans. Hann fékk ekki umbeðin gögn og skaut máli sínu til umboðsmanns Alþingis.
„Með vísan til framangreinds er það niðurstaða mín að afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni A um aðgang að gögnum um frádrátt af launum hans vegna greiðslu gjalds til Læknafélags Íslands hafi ekki verið í samræmi við lög,“ segir meðal annars í niðurstöðu álits umbðsmanns Alþingis, í máli læknis, sem leitaði til umboðsmannsins vegna samskipta við fjármálaráðuneytið. Læknir hafi sagt sig úr Læknafélaginu.
Læknirinn leitaði semsagt til umboðsmanns Alþingis og kvartaði m.a. yfir afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum í tengslum við frádrátt Fjársýslu ríkisins af launum hans vegna vinnuréttargjalds til Læknafélags Íslands.
„Frádrátturinn var m.a. byggður á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna þar sem læknirinn stóð utan stéttarfélaga og var því ekki félagsmaður í LÍ. Ráðuneytið hafði veitt honum tilteknar upplýsingar úr umbeðnum gögnum en hvorki afhent hobum afrit af gögnunum að öllu leyti né að hluta.“
Umboðsmaður tók fram að af afgreiðslu ráðuneytisins og skýringum þess yrði ekki ráðið á hvaða lagagrundvelli lækninum hefði verið synjað um aðgang að gögnum en svo virtist sem það hefði hvorki byggt á stjórnsýslulögum né upplýsingalögum. Umboðsmaður benti á að það leiddi af lögmætisreglu íslensks stjórnsýsluréttar að fella þyrfti beiðnir um aðgang að gögnum í réttan lagalegan farveg. Féllu slíkar beiðnir nær undatekningarlaust annaðhvort undir gildissvið stjórnsýslulaga eða upplýsingalaga. Það yrði því að teljast verulegur annmarki á stjórnsýsluráðuneytisins teldi það heimilt að afgreiða slíkar beiðnir án þess að byggja á lögum sem fjölluðu um rétt til aðgangs að gögnum.
„Þá var það niðurstaða umboðsmanns að þar sem frádráttur vinnuréttargjalds af launum A byggðist á einhliða ákvörðun ráðherra sem tekin var á grundvelli laga um það hvaða kjarasamningur gilti í tilviki A, en ekki á samningi sem hann var aðili að, hefði verið um stjórnvaldsákvörðun að ræða. Beiðni A um aðgang að þeim gögnum sem lágu til grundvallar frádrættinum var sett fram í tengslum við þessa ákvörðun og því hefði ráðuneytinu borið að afgreiða beiðnina á grundvelli stjórnsýslulaga. Umboðsmaður taldi því að afgreiðsla ráðuneytisins á gagnabeiðni A hefði ekki verið í samræmi við lög að þessu leyti og enn fremur ekki í samræmi við meginreglu um málshraða. Að lokum taldi umboðsmaður tilefni til að koma því á framfæri að betur yrði hugað að stjórnsýslulegri meðferð mála þar sem ríkisstarfsmenn stæðu utan stéttarfélaga.“
Umboðsmaður tók fram að af afgreiðslu ráðuneytisins og skýringum þess yrði ekki ráðið á hvaða lagagrundvelli lækninum hefði verið synjað um aðgang að gögnum en svo virtist sem það hefði hvorki byggt á stjórnsýslulögum né upplýsingalögum.
Það yrði því að teljast verulegur annmarki á stjórnsýsluráðuneytisins teldi það heimilt að afgreiða slíkar beiðnir án þess að byggja á lögum sem fjölluðu um rétt til aðgangs að gögnum.