„Einmitt um þetta verður tekist á í vetur – stjórnmálastéttin mun ekki komast upp með að hrifsa til sín margfalda launahækkum umfram það sem hún æltast síðan til að launamenn sætti sig við og hún reynir nú með skýrslugerð og öðru sjónarspili að koma ábyrgð á því báli sem brennur meðal þeirra sem hafa lökust kjörin yfir á samtök launamanna,“ skrifar Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins, vegna þessara orða Ragnars Þórs Ingólfssonar hjá VR:
„Okkar áherslur í umræðunni hafa verið á hluti sem að geta skipt gríðarlegu máli fyrir lífsgæði og ráðstöfunartekjur fólks almennt, eins og til dæmis húsnæðismálin, vaxtamálin og síðan breytingar á skattkerfinu. Þetta eru þeir þrír pólar sem að gætu haft gríðarleg áhrif á lífskjör almennt í þessu landi sem og kaupmátt þeirra sem eru í lægri-,og millitekjuhópum.“
Ragnar Þór brást við, í fréttum Rúv, nýrri skýrslu sem Gylfi Zoëga vann fyrir ríkisstjórnina.
Ragnar Þór sagði einnig að aðgerðir í vaxta-, húsnæðis-, og skattamálum verði sóttar af hörku í komandi kjaraviðræðum, fyrir utan beinar launahækkanir.