Til að þetta geti gerst þarf að víkja núverandi sjávarútvegsráðherra til hliðar.
Ragnar Önundarson skrifar:
Að taka allan kvótann af Samherja væri um of, en rétt er að afturkalla þann kvóta sem er umfram 12% hámarkið. Við þá ákvörðun ber að miða við eignarhlutdeild Samherja í öðrum kvótaþegum, auk kvóta félagsins sjálfs. Til að þetta geti gerst þarf að víkja núverandi sjávarútvegsráðherra til hliðar, en hann hefur staðið vörð um oftekinn kvóta félagsins með aðgerðaleysi sínu. Munum að tekin er meðvituð ákvörðun um aðgerðaleysi og að sú ákvörðun varðar vanhæfi eins og aðrar ákvarðanir.