- Advertisement -

Um hvaða starfsfólk er verið að tala?

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

„Í miðborg Reykjavíkur er fjöldi opinberra stofnana. Mörg hundruð opinberir starfsmenn snæða opinberan hádegisverð í opinberum mötuneytum dag hvern. Væri kannski ráð að draga saman seglin, loka hinum opinberu mötuneytum og styðja fremur við einkaframtak í nærumhverfi? Það mætti útfæra án tjóns fyrir starfsfólk – en með miklum ágóða fyrir þá dugmiklu aðila sem nú stunda rekstur í miðborg. Hér gæti Ráðhús Reykjavíkur gengið á undan með góðu fordæmi. Ekki veitir af í óvinveittu rekstrarumhverfi sem kallar á viðbrögð.“

Áhugaverð afstaða og ég bíð fremur spennt eftir frekari útfærslu. Hvað er til dæmis átt við með því að hægt sé að útfæra hugmyndina „án tjóns fyrir starfsfólk“; hvaða starfsfólk er átt við? Er t.d átt við það starfsfólk sem missir vinnuna við það að opinberum mötuneytum verði lokað, það fólk sem tekið hefur að sér að elda matinn fyrir fjölda annara, og sinnir stafi sínu af heilindum og samviskusemi? Er alveg sjálfsagt að það verði fyrir barðinu á „óvinveittu rekstrarumhverfi“ þegar kjörnir fulltrúar ákveða að snúa sér að lifibrauði þeirra af skeytingarleysi? Eða er kannski pælingin að þau sem missa vinnuna þegar opinberum mötuneytum verður lokað fái vinnu á veitingastöðum hins frjálsa markaðar? Eða verða þau (láglaunafólkið sem vinnur við að ganga frá og vaska upp og þjónusta og græja) einfaldlega „collateral damage“ hugmyndaheims hins mikla frelsis? 

Svo er auðvitað órætt og ónefnt að samkvæmt nýrri rannsókn ASÍ sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga kemur fram að um helmingur allra krafna sem stéttarfélögin gera koma úr hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu.
Eins og þaulreyndur starfsmaður Eflingar, Tryggvi Marteinsson sagði fyrr í vetur: 
„Þetta er langmest í veitingabransanum og meira en nokkru sinni áður. Við erum að slá met á hverju ári í fjölda bréfa sem við sendum.“ (Í sömu frétt komu þessar staðreyndir fram: 
Að meðaltali eru kröfurnar upp á 423 þúsund krónur, sem er litlu undir meðaltali mánaðarlauna félagsmanna í Eflingu. Í heild nema kröfurnar 233 milljónum.) Er ekki ágæt hugmynd, áður en við lokum mötuneytum og sendum alla út að borða í staðinn að veitingabransinn taki dálítið til hjá sér? Og er ekki allt í lagi að ætlast til þess að kjörnir fulltrúar tali af aðeins meiri virðingu og vinskap um fólkið sem vinnur við að elda og framreiða matinn ofan í þá og fjölda annara og tali ekki um að loka vinnustöðum þeirra eins og ekkert sé?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: