- Advertisement -

Um fyrirhuguð skemmdarverk á löggæslu og fangelsi á Akureyri

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skrifaði:

Fyrir utan þá 8 fanga sem afplána í fangelsinu á Akureyri eru þar að meðaltali hátt í 300 innlagnir á ári t.d. vegna handtöku við rannsóknir mála eða þeirra sem þurfa að sofa úr sér. Sumir í mjög slæmu ástandi. Í þessari tölu eru ekki gæsluvarðhaldsfangar.

Samlegðaráhrifin eru augljós. Hingað til hefur það verðið þannig að tveir fangaverðir á dagvakt hafa sinnt fangavörslu, og þá líka fyrir lögregluna, og einn fangavörður á næturvakt með stuðning eins lögreglumanns. Ef ákvörðun um lokun stendur blasir eftirfarandi staða við frá 1. ágúst.

Tveir af fimm lögregluþjónum sem eru á vakt á Akureyri hverju sinni við löggæslu verða fastir við fangavörslu u.þ.b. 300 daga á ári. Þá munu því aðeins þrír lögreglumenn sinna öllu eftirliti og útkallslöggæslu á þessu svæði en lögreglan á Akureyri sinnir líka Grenivík, Svalbarðseyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og sveitunum og þjóðveginum þar í kring.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ég ætla nú að gerast svo djarfur að véfengja þá arðsemisútreikninga sem dómsmálaráðherra byggir á.

Þá mun þurfa að flytja gæsluvarðhaldsfanga til Reykjavíkur ef fangelsinu verður lokað, stundum nokkra í einu í sama máli. Tveir lögreglumenn þurfa að fylgja hverjum þeirra og þá versnar staðan enn, auk þess sem það flækir, tefur og eykur kostnað við rannsókn mála að hafa gæsluvarðhaldsfangana í Reykjavík. Í því samhengi má minna á að það þótti brýnt að byggja gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu því vistun gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni hefði svo mikinn kostnað og óhagræði í för með sér.

Ég ætla nú að gerast svo djarfur að véfengja þá arðsemisútreikninga sem dómsmálaráðherra byggir á en vil líka minna á það jákvæð samfélagslega hlutverk sem góð og stöðug löggæsla gegnir og mikilvægi betrunarúrræðis í siðuðu samfélagi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: