- Advertisement -

Árni Páll um Bjarta framtíð: Áhyggjuefni fyrir frjálslynd umbótaöfl

Stjórnmál „Björt framtíð þarf að sýna út á hvað hún gengur. Ég er ekki upprifinn yfir framgöngu hennar í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem þau ganga beint í samstarf með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaðru Samfylkingarinnar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni á sunnudaginn var.

„Ég ætla ekki að gera lítið úr því að Björt framtíð varð til. Hún varð til vegna þess að fólk fann sér ekki stað innan Samfylkingarinnar og kaus að fara annað. Það er á vissan hátt áfellisdómur yfir okkur, það er okkar að tryggja að Samfykingin sé þessi opna fjöldahreyfing þar sem sé rúm fyrir alla. Það er markmið okkar allra og þannig vinnum við.“

„Björt framtíð virðist mjög einbeitt í að vilja mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og þegar horft er til þess, að í kosningunum, var hún ekki að taka fylgi frá Sjálfstæðisflokki, þá er það áhyggjuefni fyrir frjálsynd umbótaöfl.“

"Ég ber virðingu fyrir því fólki sem hefur ákveðið að hasla sér völl innan Bjartar framtíðar og geri ekki lítið úr mati þess fólks að það hafi verið nauðsynlegt að stofna slík stjórnmálasamtök."
„Ég ber virðingu fyrir því fólki sem hefur ákveðið að hasla sér völl innan Bjartar framtíðar og geri ekki lítið úr mati þess fólks að það hafi verið nauðsynlegt að stofna slík stjórnmálasamtök.“
Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég ber virðingu fyrir því fólki sem hefur ákveðið að hasla sér völl innan Bjartar framtíðar og geri ekki lítið úr mati þess fólks að það hafi verið nauðsynlegt að stofna slík stjórnmálasamtök. Samfylkingin býðir velkomið allt alþjóðasinnað frjálslynt fólk. Það er rúm fyrir það í okkar röðum, en ef það kýs að hasla sér völl annarsstaðar, þá er það þeirra val. Á móti kemur hinsvegar að hugmyndin um að það sé betra að vera í fleiri flokkum, bara til að hlutirnir séu einfaldari og þægilegri, þá er ég þeirrar skoðunar að hún sé ekki góð,“ sagði Árni Páll.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: