Fréttir

Ugglaust er um milljarða um að ræða!

By Miðjan

April 12, 2021

„Annað ótrúlegt atriði sem er í þessu frumvarpi um breytingar á lífeyrissjóðum er að ekki er lengur gert ráð fyrir að verðbætur komi á lífeyririnn í hverjum mánuði eins og nú er, heldur einu sinni á ári,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson, í framhaldi af því sem segir í fréttinni á undan þessari.

„Þetta þýðir að einstaklingur sem er 67 ára og er með 350 þúsund í lífeyrir verður af verðbótum sem nema tæpum 70 þúsundum á ári miðað við 4% verðbólgu.

Frá 67 ára töku lífeyris til 83 ára aldurs væri búið að hafa af þessum lífeyrisþega rétt tæpar 2 milljónir króna!

Ekki lauma fram frumvarpi sem „stelur“ af lífeyrisþegum 2 milljónum af lífeyri þeirra með þessum breytingum á 16 ára tímabili á töku lífeyris. Væri fróðlegt að vita sparnað lífeyrissjóðanna ef þessi breyting færi í gegn. Ugglaust er um marga milljarða um að ræða! Við launafólk vil ég segja, stöndum vörð um réttindi okkar!“