- Advertisement -

Tvöfalt heilbrigðiskerfi á vakt VG

Vandi heil­brigðis­kerf­is­ins verður ekki leyst­ur með sí­fellt aukn­um út­gjöld­um.

„Efna­fólk mun nýta sér góða og ör­ugga heil­brigðisþjón­ustu á veg­um einkaaðila en við hin bíðum milli von­ar og ótta á rík­is­rekn­um biðlist­um um að fá nauðsyn­lega þjón­ustu áður en það er orðið of seint.“

Það er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skrifar þetta 0g birtir í Mogga. Í sama blaði kemur fram að nærri fimmtán hundruð Íslendingar hafa leitað sér lækninga í útlöndum og hafa Sjúkratryggingar borgað rúma tvo milljarða þess vegna.

Landspítalinn virðist of smár eða of veikur til að sinna því hlutverki sem honum er ætlað. Vandinn er eflaust fyrst og síðast pólitískur og svo verður að huga að alvöru hvort stjórnun spítalans sé viðunandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nýjar fréttir daglega.
miðjan.is / sme.is

Óli Björn í Mogganum: „Vandi heil­brigðis­kerf­is­ins verður ekki leyst­ur með sí­fellt aukn­um út­gjöld­um (þó að við þurf­um ör­ugg­lega að auka út­gjöld­in á kom­andi árum og ára­tug­um). En verst af öllu er að verða vitni að því hvernig hægt og bít­andi er að mynd­ast jarðveg­ur fyr­ir tvö­falt heil­brigðis­kerfi og einka­rekn­ar sjúkra­trygg­ing­ar, með því að vinna gegn samþætt­ingu og sam­vinnu op­in­bers rekstr­ar og einka­rekstr­ar. Efna­fólk mun nýta sér góða og ör­ugga heil­brigðisþjón­ustu á veg­um einkaaðila en við hin bíðum milli von­ar og ótta á rík­is­rekn­um biðlist­um um að fá nauðsyn­lega þjón­ustu áður en það er orðið of seint. Og þá stend­ur ekk­ert eft­ir af þjóðarsátt­mál­an­um um að sam­eig­in­lega tryggj­um við öll­um jafn­an aðgang að nauðsyn­legri þjón­ustu óháð efna­hag.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: