- Advertisement -

Tvö þúsund börn á biðlista og Dagur fer bæði til Kaupmannahafnar og Parísar

Jafnframt eru ítrekaðar fyrri fyrirspurnir um kostnað vegna ferða borgarstjóra til Barcelona, sem nú stendur yfir, og til Amsterdam í liðnum mánuði, ásamt fylgdarliði, sem enn hafa ekki fengist svör við.

„Borgarstjóri ætlar núna til Kaupmannahafnar og Parísar. Nýlega voru kynntir reikningar borgarinnar og fjárhagsáætlun og aldrei hefur sést svo slæm útkoma. Fjármálastjóri hefur sagt að velta þurfi við hverri krónu. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp hvort ekki sé sjálfsagt að borgarstjóri gæti hófs í ferðum erlendis og fari aðeins til útlanda í undantekningartilfellum,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, á fundi borgarráðs.

„Eftir COVID eru flestir færir í notkun fjarfunda og svo má notast við streymi þar sem það býðst. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt og sárlega vantar að streyma meira fjármagni í beina þjónustu við börn sem dæmi. Á biðlista barna eftir fagþjónustu skóla eru núna 2.048 börn,“ segir í bókuninni.

Þetta kom frá borgarráðsfólki Sjálfstæðisflokksins:

„Í komandi viku fer borgarstjóri í fjögurra daga ferð til Kaupmannahafnar og Parísar ásamt aðstoðarmanni. Óskað er eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað Reykjavíkurborgar vegna ferðarinnar. Jafnframt eru ítrekaðar fyrri fyrirspurnir um kostnað vegna ferða borgarstjóra til Barcelona, sem nú stendur yfir, og til Amsterdam í liðnum mánuði, ásamt fylgdarliði, sem enn hafa ekki fengist svör við.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: