- Advertisement -

Tvö þúsund ábendingar um peningaþvætti

Bara á síðasta ári, árinu 2020, bárust alls 2033 ábendingar um peningaþvætti. Langflestar bárust frá bönkunum.

Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni.

Um það leyti sem sendinefnd FATF kom til Íslands í vettvangsathugun í september á síðasta ári var gerð athugun á hversu oft upplýsingar úr greiningum skrifstofu fjármálagreiningu lögreglu höfðu verið notaðar til að hefja rannsókn eða upplýsingarnar notaðar til viðbótar við rannsókn sem þegar var hafin hjá lögbæru stjórnvaldi. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Miðað við stöðuna í september 2020 höfðu upplýsingar úr 41 greiningu verið notaðar til að hefja rannsókn eða notaðar sem viðbót inn í rannsókn sem þegar var hafin hjá lögbæru stjórnvaldi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: